Pantaðu brauðtertu fyrir þriðja í aðventu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðventan hófst sunnudaginn 3. desember og stendur í fjórar vikur. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Áður fyrr var þessi árstími kallaðar jólafasta og er það reyndar enn, en nafnið helgast af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt.

Á þessum tíma eru flestir að undirbúa sig fyrir jólahátíðina sjálfa og komu frelsarans. Einkennislitur aðventunnar samkvæmt Þjóðkirkjunni er fjólublár en jólahátíðin sjálf ber síðan hvítan eða gylltan lit.

Aðventukransinn

Aðventukransinn er algeng sjón á mörgum heimilum og hafa þeir verið til allt frá miðöldum. Aðventukransinn barst til Íslands frá Danmörku og í upphafi var hann aðallega notaður til skreytinga í búðargluggum, en smámsaman fór hann að vera notaður á heimilum og er orðin nánast ómissandi á hverju heimili sem partur af aðventunni.

Aðventukrans er krans gerður úr grenigreinum með fjórum kertum sem komið er fyrir á hring, en litið er svo á að hið sígræna greni tákni lífið í Kristi og hringurinn er tákn eilífðirnar. Kertin eru fyrir hvern sunnudag í aðventunni og kveikt er á þeim á þeim dögum þannig að fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu, annan sunnudag í aðventu á fyrsta og öðru kertinu og svo framvegis.

Fyrsta kertið er Spádómakertið. Það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans, Immanúel Guð með oss.

Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann.

Þriðja kertið er Hirðakertið. Það kerti er nefnt eftir hirðingjunum sem fátækir og ómenntaðir fengu fyrst fregnina góðu um fæðingu frelsarans.

Fjórða kertið er Englakertið. Kertið á að minna okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.

Brauðtertur og rúllutertubrauð fyrir þig og þína til að njóta

Einfaldaðu aðventu þína með Tertugalleríinu. Tertugalleríið gerir það einfalt og fljótlegt að panta veitingar fyrir hvaða tilefni sem er, það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir.

Við hjá Tertugalleríinu erum með fallegar brauðtertur fyrir þriðja sunnudag í aðventu. Ljúffengar brauðtertur gleðja flesta og klárast alltaf. Það er fátt vinsælla en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

 

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →