Fagnaðu fullveldisdeginum með veisluveigum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það var þann 18. júlí 1918 sem samningi var lokið við stjórnvöld í Danmörku um fullveldi Íslands. Um haustið fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn og var hann samþykktur af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Íslendingar gátu því lýst yfir fullveldi sínu sunnudaginn 1. desember 1918 og varð Ísland lýst frjálst og fullvalda ríki. Íslendingar gerðu daginn ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað en ýmislegt gerði fólk sér til dagamunar. Íslenski fáninn var víða dreginn að húni og gert var kennsluhlé í skólum. Fálkaorðan, afreksmerki hins íslenska lýðveldis, var stofnuð þennan dag árið 1921, sem forseti Íslands veitir enn í dag.
Fullveldisdagurinn varð einn af opinberum fánadögum lýðveldisins með forsetatilskipun árið 1944 og dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma. Tertugalleríið hvetur alla sem ráða yfir fánastöng að draga fána að húni í dag.
Brauðterta og rúllutertubrauð fullkomnar fullveldisdaginn þinn!
Fagnaðu fullveldisdeginum með því að bjóða upp á ljúffengar veisluveigar með kaffinu frá Tertugalleríinu. Það er fátt vinsælla í fögnuði en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.
Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.
Það gerist varla íslenskara en að bjóða upp á dísætar kleinur. Við mælum sérstaklega með litlu kleinunum sem eru nettar og bragðgóðar og koma 120 stykki saman í kassa.
Skoðaðu fjölbreytt úrval Tertugallerísins hér ef þig vantar aðrar veisluveigar!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú býður upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.