Fáðu veitingarnar fyrir giftinguna hjá Tertugallerí!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á að láta gefa sig saman í vor? Hjónavígsla er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman veitingar sem eru fullkomnar fyrir stóra daginn.

Skoðið úrvalið af fallegum tertum og öðru gómsætu fyrir giftingarveisluna. Pantið tímanlega og njótið dagana fyrir stóra daginn ykkar. 

Terturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotn með unaðslegri súkkulaðimousse fyllingu, hjúpuð með hvítum sykurmassa og að lokum skreytt með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum. Makkarónurnar eru einstaklega fallegar með.

Gullfallega kransaskálin og kransakarfan okkar slá alltaf rækilega í gegn en þær eru tilvaldar með aðal kökunni sjálfri eða með léttum veitingum og fordrykk.

Tapas og kokteilssnitturnar okkar eru tilvaldar með fordrykknum en við bjóðum upp á fimm tegundir af tapas snittum og sjö gerðir af kokteilsnittum en þar á meðal eru auðvitað vegan valkostir.

 

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →