Erfidrykkjur
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu viljum auðvelda aðstandendum að bjóða upp á gómsætar veitingar með lágmarks fyrirhöfn. Það er fallegur og góður siður að koma saman og minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með fallegri erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið lagður til hinstu hvílu. Í erfidrykkjunni koma vinir og ættingjar hins látna saman og skiptast gjarnan á sögum. Þannig er hins látna minnst með því að rifja upp það góða úr lífi hans eða hennar.
Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman á einn stað tillögur að bakkelsi sem henta vel í erfidrykkjur. Það er góð venja að bjóða upp á brauðtertur, snittur og tertur í erfidrykkjunni en það getur verið erfitt eða ómögulegt fyrir aðstandendur að baka sjálfir allt sem til þarf. Þá er gott að geta létt sér þennan hluta útfararinnar með því að láta okkur hjá Tertugalleríinu sjá alfarið um þann hluta.
Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhingar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: Erfidrykkja, kransablóm, marengsbomba, marengsterta, súkkulaðiterta