Vertu hýr á hinsegin dögum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hinsegin dagar hefjast í vikunni og nær hápunktinum með gleðigöngunni laugardaginn 8. ágúst. Hinsegin dagar eru mikil hátíð. Tertugalleríið verður í gleðiskapi alla vikuna. Ef einhvern tímann er tilefni til að fá sér æðisgengna tertu þá er það í tilefni hinsegin dagar.

Á Hinsegin dögum sameinast hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast hommar og lesbíur, tvíkynhneigðir, intersexfólk og transfólk ásamt fjölskyldum og vinum.

Löng barátta
Barátta hinsegin fólks fyrir réttindum sínum hefur staðið lengi. Borgarskjalasafnið birt áhugaverð skjöl sem sýna tilraunir Samtakanna '78 fyrstu árin til að auka sýnileika hinsegin fólks. Ýmislegar forvitnilegar heimildir er þar að finna, sem endurspegla tíðarandann og þá fordóma sem samtökin stóðu frammi fyrir.

Stórt skref var stigið í réttindabaráttu hinsegin fólks árið 1993 þegar Samtökin '78 efndu til fyrstu göngunnar. Göngurnar þetta ár og árið eftir voru ekki Gleðigöngur, eins og þær sem þekkjast í dag. Markmið þeirra var fremur að vekja athygli á málstað og mannréttindum hinsegin fólks.

100.000 í gleðigöngu
Í bréfi samtakanna til aðalvarðstjóra í Reykjavík þar sem sótt var um leyfi fyrir fyrstu göngunni árið 1993 kemur fram að sótt sé um leyfi fyrir göngu 27. júní og sé áætlað að um 30 manns muni taka þátt í henni. Vonast sé til að þeir verði fleiri. Samtökin slái ekki hendi á móti lögreglufylgd með göngunni.

Fyrsta eiginlega gleðigangan var farin árið 2000 og mættu hvorki fleiri né færri en 5.000 manns í hana. Gangan hefur vaxið ár frá ári og er dagskráin alla vikuna þéttskipuð. Varlega áætlað má búast við að þátttakendur í göngunni þeir sem hafa fylgst með henni og skipulagðri dagskrá í kringum gönguna hafi síðastliðin fimm ár slagað hátt í 100.000.

Fagnaðu deginum!
Við hjá Tertugalleríinu verðum með hýrri há á hinsegin dögum og höfum safnað saman tillögum að áhugaverðum tertum og öðru gómsætu til að gæða sér á. Passið að panta tímanlega því afgreiðsla pantana getur tekið 2-3 daga.

Gerðu þér glaðan dag og bjóddu vinum og vandamönnum upp á banana- og kókosbombu í tilefni dagsins. Tertan er fyrir 15 manns og því hægt að bjóða mörgum í fögnuðinn. Franska súkkulaðitertan er líka mjög freistandi.

Fagnaðu á hinsegin dögum og fáðu þér tertu í tilefni dagsins!

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →