Verkfalli bakara frestað
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Boðuðu verkfalli iðnaðarmanna, þar á meðal bakara, hefur verið frestað til 22. júní. Að óbreyttu hefði verkfallið átt að hefjast á miðnætti þann 10. júní.
Verkfallsaðgerðum annarra aðildarfélaga bakara var frestað um síðustu helgi.
Þetta eru gleðitíðindi enda þýðir frestun verkfalls að rekstur Tertugallerísins mun halda áfram með eðlilegum hætti. Ef af verkfalli hefði orðið hefðum við ekki getað afgreitt tertur til viðskiptavina.
Ef einhvern tíma er tilefni til að fá sér tertu þá er það nú þegar verkfalli bakara hefur verið frestað.
Pantið ykkur tertu í tilefni dagsins. En passið að panta tímanlega þar sem það getur tekið 2-3 daga að afgreiða pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: bakarar, kjaraviðræður, Samtök atvinnulífsins, verkfall