Fagnaðu þjóðhátíðardeginum með tertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hann er alltaf fallegur dagurinn á hverju ári þegar við Íslendingar höldum upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ef einhvern tíma er tilefni til að panta tertu hjá Tertugalleríinu þá er það til að minnast þess þegar íslenska lýðveldið var stofnað í rigningu á Þingvöllum árið 1944.

Sagan á bak við 17. júní er löng og hefur margt gerst í gegnum tíðina sem tengist þessum degi. Flestir vita að samtímis því og sjálfstæði þjóðarinnar er fagnað á 17. júní er þess minnst að Jón Sigurðsson, stundum kallaður forseti og helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra, fæddist á þessum degi á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 1811.

Jón lést 7. desember árið 1879. Hann var 68 ára. Níu árum eftir andlát Jóns var haldið upp á afmæli hans á veitingastaðnum Hermes í Lækjargötu í Reykjavík. Það var kaupmaðurinn Þorlákur O. Johnson sem hóf veitingareksturinn árið 1875 en kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir, átti húsið. Þetta var fyrsta kaffihúsið í sögu Reykjavíkur.

Þjóðfundurinn
Þorlákur Johnsen var sonur Ólafs Johnsens, prests á Stað á Reykjanesi sem síðar varð prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi. Ólafur, sem lést ári á undan Jón Sigurðssyni, sat þjóðfundinn fræga sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík árið 1.

Sagt hefur verið um þjóðfundinn að hann hafi verið einn afdrifaríkasti atburðurinn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Tildrög fundarins eru þau að kallað var til hans í stað reglulegs Alþingis, sem hafði verið endurreist 1845. Efni fundarins var mál sem varðaði stjórnskipun Íslands. Þar lagði Trampe greifi, sem skipaður hafði verið stiftamtmaður á Íslandi árið 1950, frumvarp sem fól í sér að Ísland yrði algerlega innlimað í Danmörku, lög Dana myndu gilda hér og fengju Íslendingar sex fulltrúa á danska þinginu.

Fulltrúar Íslendinga, þar á meðal Jón og Ólafur, faðir veitingahúsaeigandans, voru andvígir frumvarpinu Trampe sá fram á að frumvarpið yrði fellt og sleit fundinum. Jón Sigurðsson mótmælti þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem hann taldið haldið frammi. Flestir fulltrúar Íslands á fundinum risu úr sætum og sögðu hin fleygu orð, sem síðan eru oft kennd við Jón Sigurðsson: „Vér mótmælum allir.“

Þrotlaus sjálfstæðisbarátta
Rúmlega 90 árum síðar, þann 17. júní árið 1944, innsiglaði Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins Íslands, sjálfstæði þjóðarinnar á Þingvöllum og staðfesti hann þar fyrstu stjórnarskrá landsins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Það er við hæfi að bjóða sínum nánustu í kaffi og rifja upp upp þrotlausa sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og Jóns Sigurðssonar fyrir meira en 160 árum síðan.

Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkur dæmi um meðlæti með kaffinu. Þar á meðal eru ljúffengu og þjóðlegu pönnukökur Tertugallerísins og klassísku kleinurnar. Þeir sem vilja bjóða í veglegra kaffi ættu að smakka á hrísmarengsbombunni .

Passið að panta tertur hjá Tertugalleríinu með fyrirvara því það tekur 2-3 daga að afgreiða pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →