Frábær afmælishúmor
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þær slógu heldur betur í gegn á netinu skemmtilegu afmælisterturnar sem pantaðar voru hjá Tertugalleríinu á vinnustað í höfuðborginni í síðustu viku. Tilefnið var afmæli sex starfsmanna á vinnustaðnum í maí.
Terturnar voru súkkulaðitertur með sælgæti og kremi sem vinsælar eru í afmælum.
Á tertunum stóð: „Sjá athugasemdir, hafa öll nöfnin sex á tertunni.“
Geirþrúður Geirsdóttir var fyrst til að deila mynd af tertunni á Facebook-síðu sinni. Fjöldi manns tjáði sig um myndina og deildi henni. Netmiðillinn Menn.is tók svo fréttina upp.
Þetta voru ekki mistök, eins og sumir gáfu sér.
Hún segir þessa utanáskrift hafa átt að vera á tertunum tveimur sem pantaðar voru hjá Tertugalleríinu. Þetta hafi verið húmor í afmæliskaffinu í stað þess að birta öll sex nöfnin. Allir hafi verið hæstánægðir með uppákomuna.
Við hjá Tertugallerínu óskum samstarfsfólki Geirþrúðar til hamingju með afmælið.
Við förum yfir texta með viðskiptavinum
Myndin af tertunni okkar, sem sló í gegn um helgina, sannar enn og aftur að Tertugalleríið fær ótrúlegustu fyrirspurnir og óskir frá viðskiptavinum. Margt er hægt að gera og segja með fallegri tertu. Hægt er að tjá ást sína og væntumþykju, fagna útskrift úr skóla, gleðjast yfir góðum árangri fyrirtækja eða áfanga í lífinu á borð við skírn eða brúðkaup.
Skoðaðu úrvalið af tertum hjá okkur og pantaðu tertu fyrir þitt tækifæri. Passaðu að panta tímanlega þar sem það getur tekið 2-3 daga að afgreiða pantanir.
Hafðu líka í hug að það er regla hjá okkur í Tertugalleríinu að skoða tertur með viðskiptavinum okkar og fara yfir textann á tertunum áður en þær fara úr húsi en það fyrirbyggir að mistök verði við pöntun á tertum.