Alltaf tilefni til að fá sér tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þeir sem hafa áður pantað tertur hjá Tertugalleríinu þekkja það mikla úrval af tertum sem við bjóðum upp á.
Það er margt sem hægt er að segja með fallegri tertu. Þú getur látið terturnar tjá ást þína og væntumþykju, fagnað útskrift úr framhaldsskóla eða hverjum þeim áfanga í rekstri fyrirtækja sem ber að fagna.
Þegar Wow air vígði Freyju, nýja Airbus A231-farþegaþotu á Reykjavíkurflugvelli í mars, þá var boðið upp á tertu frá Tertugalleríinu með merki Wow air.
Tækifæristertur Tertugallerísins eru fyrir öll tækifæri og tilefni.
Skoðaðu úrvalið af tertum hjá okkur og pantaðu tertu fyrir þitt tækifæri. Passaðu að panta tímanlega þar sem það getur tekið 2-3 daga að afgreiða pantanir.