Fréttir

Kynntu þér hátíðaropnun Tertugallerísins 2020

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hátíðargleði mælist í samveru og notalegheitum og nú líður senn að nýju ári. Afgreiðslu- og pantanatími Tertugallerísins breytist yfir stórhátíðirnar. Afgreiðslutímar hjá okkur í Tertugalleríinu verða yfir stórhátíðina með eftirfarandi hætti.  Njótið samverunnar.Starfsfólk Tertugallerísins *Til að fá afhenta vöru mánudaginn 28. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl. 12 miðvikudaginn 23. desember. **Til að fá afhenta vöru mánudaginn 4. janúar þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl. 12 miðvikudaginn 30. desember. Almennt: Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um...

Lestu meira →

Pantaðu klassíska brauðtertu fyrir síðasta dag aðventunnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Næsta sunnudag, 20. desember, munu flestir kveikja á Englakertinu, síðasta aðventukertið. Aðventan er tímabil samveru, tilhlökkunar og gleði, þar sem kertaljós lýsa upp myrkt skammdegið. Ljósið er tákn jólanna. Við hjá Tertugalleríinu erum með fallegar og guðdómlegar brauðtertur fyrir síðasta dag aðventunnar. Fallegar og ljúffengar brauðtertur gleðja alltaf og klárast alltaf. Ef það eru afangar gerist það oft að sumir í fjölskyldunni narta allt kvöldið undir góðu spili eða jólaföndri. Alveg eins og það á að vera! Innileg samvera, gleði og notalegheit heima með gómsætri brauðtertu á disk. Gleðilega hátíð.

Lestu meira →

ÓMÓTSTÆÐILEG RÚLLUTERTUBRAUÐ SEM ÞJÓÐIN ELSKAR

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Til að gera gott kvöld enn betra með fólkinu þínu er fátt vinsælla en ilmandi heit og bragðgóð rúllutertubrauð á aðventunni. Alltaf þegar þær eru settar fram heitar, slá þær í gegn. Ómótstæðilega góðar og klárast alltaf upp í hvert skipti. Auðvelt að laga og bera fram en með fylgir rifinn ostur. Það eina sem þarf að gera er að sáldra gómsæta ostinum sem fylgir yfir rúllutertubrauðið og hita í ofni þar til osturinn er orðinn fallega gullinnbrúnn. Við bjóðum upp á gómsætt Rúllutertubrauð með skinku og aspas og Rúllutertubrauð með pepperoni.

Lestu meira →

Já, nú minnir svo ótal margt á jólin!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú styttist heldur betur í jólin með öllu því frábæra skrauti sem þeim fylgja. Í gegnum tíðina hafa aðal jólalitirnir verið rauður, grænn og hvítur en því verður ekki neitað að aðventan er fjólublá. Margir hafa velt fyrir sér hvernig standi á því. Liturinn fjólublár á sér langa sögu en sagt er að notkun orðsins má rekja til 900 e.Kr. en notkun litsins má rekja allt aftur til tímabilsins 16.000 - 25.000 fyrir Krist. Fjólublár hefur verið notaður um allan heim en var dýr í framleiðslu og því talinn konunglegur, trúarlegur, töfrandi og framandi. Liturinn er einstakur en mismundi fjólublá...

Lestu meira →

Pantaðu súkkulaðitertu fyrir góðar stundir með fjölskyldunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þegar styttist óðum í það að jólahátíðin gangi í garð er gott að staldra aðeins við og einblína á innihaldsríkar skemmtanir, tómstundir eða samræður sem vonandi fanga huga fjölskyldunnar. Markmiðið gæti verið að allir leggist á eitt við að sýna traust, öryggi og að kenna náungakærleik. Til að gera samveru fjölskyldunnar að ógleymanlegri stund er gott að bjóða uppá eitthvað gómsætt og fallegt fyrir alla meðlimi. Skoðaðið úrvalið að smástykkjunum okkar eða jafnvel súkkulaðitertunum okkar því hægt er að láta prenta mynd og setja þinn eigin texta á tertuna. Tilvalið er að panta gómsæta súkkulaðitertu með fallegum skilaboðum um góða samverustund

Lestu meira →