Veitingar í saumaklúbbinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þó það sé erfitt að viðurkenna það styttist óðfluga í haustið. Þá færist meiri regla á hlutina og við förum aftur að sinna ýmsum verkefnum og áhugamálum sem sátu á hakanum yfir sumarið. Nú hefjast skólar og sumarfríum lýkur. Kórastarf er að hefjast aftur og sömuleiðis allskyns klúbba- og hópastarf. Í mörgum saumaklúbbum tíðkast að veita veitingar og þar erum við hjá Tertugallerí aldeilis á heimavelli. Hafðu minna fyrir veitingunum og pantaðu tertu hjá okkur.

Ein af okkar frábæru tertum sem passa svo vel í saumaklúbbinn er Frönsk súkkulaðiterta. Þetta er þétt, mjúk og ótrúlega bragðgóð 15 manna súkkulaðiterta. Við skreytum hana með súkkulaðigeli og ferskum, gómsætum bláberjum og jarðarberjum. Er hægt að hafa það betra?

Við bjóðum líka upp á allskyns fleiri tertur sem henta vel. Viltu til dæmis bjóða upp á marengstertu? Þá getum hiklaust mælt með þessum þremur tertum, Banana og kókosbombu, Marengsbombu og Hrísmarengsbombu. Þeir sem vilja minna sætar veitingar geta svo valið sér dásamlega mjúkar og ljúffengar skonsur.

Njótum síðustu sumardagana og byrjum að skipuleggja hópastarfið næsta haust. Skoðaðu glæsilegt úrval okkar og pantaðu með góðum fyrirvara. Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →