Veisluveigar fyrir útskriftarveislu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er gaman að gleðjast með sínum nánustu og eiga góða stund áður en næsti kafli tekur við.
Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum og þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.
Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.
Við höfum einnig frábært úrval af snittum, kokteilsnittum og tapassnittum sem eru hver annarri gómsætari og eru þægilegar til framreiðslu. Lágmarkspöntun eru sex snittur sömu tegundar og þær snittur sem við bjóðum upp á eru roastbeefsnitta, rækjusnitta, tapassnitta með tapas skinku og camembertosti, tapassnitta með hunangsristaðri skinku og piparosti og tapassnitta með hunangsristaðri skinku og paprikuosti.
Hversu mikið magn á að panta?
Þegar kemur að því að reikna út hversu mikið magn þið þurfið að panta af veisluveigum er tekið tillit til þess hvernig veislu er verið að bjóða til.
Ef um er að ræða smáréttaveislu og brauðmeti er reiknað með um 2-3 skömmtum á mann, hvort sem um er að ræða heita eða kalda rétti og 2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.
Ferskt bakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig bjóðið þið upp á ferskar og bragðgóðar veisluveigar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Deila þessari færslu
- Merki: Brauðterta, Ferskt bakað, Kokteilsnittur, Pantið tímanlega, Rúllutertubrauð, Snittur, Tapassnittur, Tilefni, Útskrift, Þitt eigið tilefni