Valentínusardagurinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Elskendur víða um heim fagna Valentínusardeginum 14. febrúar ár hvert með því að gera eitthvað skemmtilegt með ástinni sinni. Það er skemmtilegt að taka þátt í þessum degi og njóta hans með elskhuganum.

Valentínusardagurinn á sér langa sögu í hinum vestræna heimi og er víða ein allra skemmtilegasta hátíð ársins. Hér á landi komst dagurinn fyrst í hámæli upp úr 1986 eftir að Valdís Gunnarsdóttir, heitin útvarpskona, byrjaði að hefja hann til vegs og virðingar í gegnum starf sitt á Bylgjunni.

Fyrst um sinn var nokkur andstaða við daginn og enn er til fólk sem agnúast út í daginn og finnst hann leiðinleg amerísk uppfinning. Við leggjum ekkert mat á það en fögnum öllum tækifærum til að gera okkur dagamun í svartasta skammdeginu.

Þeir sem vilja prófa að bjóða upp á eitthvað sætt og seiðandi geta prófað einhverjar af tillögum okkar. Á þessari síðu höfum við tekið saman nokkrar hugmyndir en skoðaðu þig um á síðunni og láttu hugmyndaflugið ráða. Væri ekki til dæmis sniðugt að panta flauelsmjúkar bollakökur með mynd af hamingjusama parinu? Munið bara að leggja inn pöntun í tæka tíð.

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →