Tryggðu þér tilboðin í desember fyrir fagnaðinn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Þegar þú villt slá um þig við veitingarnar í gamlársboðinu getur þú sagt að elstu dæmi um gamlárskvöld eru úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, frá um miðja 19. öld, sama má segja um gamlársdag og gamlársnótt. Þar kemur fram að nóttin milli gamlársdags og nýársdags eru bæði nefnd gamlársnótt og nýársnótt.

Þú getur ennfremur slegið í gegn við kransaskálina í nýársboðinu með því að segja að nýársfagnaður á sér mjög langa sögu og hafa íslenskir biskupar og forsetar gert vel við sig á þessum einstaka degi með mat og drykk en dagsetning 1. janúar var ekki samþykktur sem nýársdagur í Evrópu fyrr en snemma á 18. öld með fyrirskipum páfans.

Talið er að við íslendingar hinsvegar værum langt á undan þessari skipun páfa því orðið nýársdagur var ritað út á spássíu í Nýja testamennti Odds Gottlákssonar frá 1540 við 1. janúar.  

Nýttu þér veitingarnar sem nú eru á tilboði út desember. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina og kauptu tilbúnar veitingar á tilboði fyrir boðin. Hægt er að panta fram í tíman.

 

Hafa ber í huga eftirfarandi:

 *Til að fá afhenta vöru á þorláksmessu þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.14 fimmtudaginn 19. desember.

 **Til að fá afhenta vöru föstudaginn 27. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.14 föstudaginn 20. desember.

 ***Til að fá afhenta vöru laugardaginn 28. desember og sunnudaginn 29. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.12 á þorláksmessu.

 ****Til að fá afhenta vöru mánudaginn 30. desember og fimmtudaginn 2. janúar þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.12 föstudaginn 27. desember

 

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →