Tertugallerí óskar ykkur gleðilegra jóla
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Tertugallerí óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, þökkum góðu samskiptin á árinu sem er að líða.
Munið eftir Tertugalleríinu í öllum köku- og tertuboðunum á nýju ár.
Tertugalleríið gerir allt einfalt og fljótlegt að panta veitingar fyrir hvaða tilefni sem er . Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir.
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Hafa ber í huga eftirfarandi:
*Til að fá afhenta vöru á þorláksmessu þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.14 fimmtudaginn 19. desember.
**Til að fá afhenta vöru föstudaginn 27. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.14 föstudaginn 20. desember.
***Til að fá afhenta vöru laugardaginn 28. desember og sunnudaginn 29. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.12 á þorláksmessu.
****Til að fá afhenta vöru mánudaginn 30. desember og fimmtudaginn 2. janúar þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi kl.12 föstudaginn 27. desember