Fréttir — Veisluveigar

Ert þú að skipuleggja steypiboð?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Barnasturta, steypiboð eða babyshower eru að mati Tertugallerísins skemmtilegar og litríkar veislur og kærkomin gleði fyrir oft ansi þreytta verðandi foreldra. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá pantanir og fyrirspurnir fyrir þessar veislur en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum og þykir vera vinsæl og skemmtileg hefð. Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn. Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran...

Lestu meira →

Fagnaðu Menningarnótt með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár og margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta. Í ár er Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 19. ágúst og við hjá Tertugalleríinu leggjum okkur fram um að fólk njóti lífsins og viljum liðsinna þeim sem vilja bjóða upp á ljúffengar veisluveigar. Við höfum tekið saman tillögur að...

Lestu meira →

Við aðstoðum við undirbúning fyrir stóra daginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu vitum að verðandi brúðhjón vilja ævinlega þiggja aðstoð við skipulag stóra dagsins, sérstaklega hvað veisluhaldið varðar. Út frá því birtum við færslu þar sem við skrifuðum um skipulagið í aðdraganda stóra dagsins í lífi tilvonandi brúðhjóna og fjölluðum sérstaklega um brúðartertuna sjálfa. Í þessari færslu viljum við leggja áherslu á þær veisluveigar sem eru tilvaldir með fordrykknum eða með brúðartertunni sjálfri. Tilvalið með fordrykknum eða brúðartertunni sjálfri Kransakökurnar okkar eru alltaf sígildar samhliða brúðartertunni eða með fordrykknum í veislunni og við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni. Við erum með ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja...

Lestu meira →