Fréttir — terta
Aðventan nálgast
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Tertugallerí bakaði afmælistertu Smáralindar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugallerí státum okkur af því að ekkert verk sé of lítið og ekkert of stórt fyrir okkur. Við afgreiðum allt frá einni tertu með kaffinu til risa terta og hikum ekki við neitt verk. Þetta sannaðist á dögunum þegar við bökuðum gómsæta súkkulaðitertu fyrir Smáralind, sem fagnaði 15 ára afmæli sínu.
- Merki: súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, terta, tertur, tertur með mynd
Feðradagurinn er 13. nóvember!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við Íslendingar höfum haldið mæðradaginn hátíðlegan um langt skeið en styttra er síðan við fórum að halda upp á feðradaginn. Það gerðist fyrst árið 2006 og má segja að það hafi sannarlega verið kominn tími til. Feður eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna, stoð þeirra og stytta og mikilvægt að heiðra þá fyrir framlag sitt.
- Merki: feðradagur, feðradagurinn, marengsbomba, marengsterta, súkkulaðiterta, terta, tertur
Gómsætar tertur með mynd
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fátt er vinsælla hjá okkur í Tertugallerí en tertur með mynd. Hvort sem tilefnið er afmæli, fermingar, fyrirtækjaboð eða útskrift eru tertur með mynd eftirsóttar og skemmtilegar. Í mörgum fyrirtækjum tíðkast svokallað föstudagskaffi og þá hefur verið vinsælt að prenta sniðugar og skemmtilegar myndir á tertuna. Skoðaðu úrval okkar hjá Tertugallerí og láttu hugarflugið ráða þegar þú velur mynd á tertuna þína!
- Merki: súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, terta, tertur, tertur með mynd
Vetrardagurinn fyrsti!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Á laugardaginn kemur, þann 22. október, er fyrsti vetrardagur. Þá kveðjum við sumarið og haustið og tökum til við þær iðjur sem okkur finnst best hæfa vetrinum. Við vonum nú að snjórinn láti ekki á sér kræla strax en þó hefur hann vissulega margt til síns ágætis. Að vetri er gott að gæða sér á gómsætum bakstri og þá er á vísan að róa hjá Tertugallerí.