Pantaðu uppáhalds marengstertu þína

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu vitum hvað sælkerar vilja. Marengsterturnar okkar eru sérstaklega fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á fjórar mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari. Skoðaðu úrvalið og pantaðu þína uppáhalds marengstertu á hagstæðu.

Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum.

Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum. Vanillurjóma með kokteilávöxtum á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og toppuð með Nóa kroppi.  

Banana og kókosbomban er 15 manna marengsveisla en þessi ljúffenga terta er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og banönum meðan stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykursmarengs með súkkulaðiganas.

Piparlakkrístertan okkar er algjört lostæti. Kókossvampbotn þakinn piparlakkrísrjóma og hindberjum, toppaður með púðursykursmarengs með hrískúlum sem er að lokum skreyttur með lakkrísganas. Piparlakkrístertan fæst í bæði 15 og 30 manna stærðum.

 

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →