Pantaðu gómsæta súkkulaðitertu með mynd fyrir öskudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 

Nú er rétti tími til að undirbúa öskudaginn. Því fyrr því betra! Tertugallerí er með tertur fyrir alla á þessum gleðidegi ungu kynslóðarinnar. Það mikið úrval af gómsætum tertum og kökum hjá okkur.

Tertugalleríið ætlar að vera þar sem gleðin býr!

Einna vinsælast á þessum gleðidegi er gómsæt súkkulaðiterta með nammi og mynd. Bragðgóður súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M og brúnu smjörkremi á kantinn gleður alla í fjölsyldunni. Sendu okkur texta og mynd til að setja á tertuna fyrir öskudaginn.

Unga kynslóðin gerir sér glaðan dag á öskudeginum og á Íslandi hafa þróast ýmsir siðir kringum bolludag, sprengidag og öskudag. Áhugavert er að öskudagur og bolludagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Það var lengi vel þannig að mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska var hefðbundinn frídagur barna í skólum og víða tíðkaðist að „marséra“ í grímubúningum og að „slá köttinn úr tunnunni“, seint á 19. öld. Árið 1917 hafði frídagurinn verið færður yfir á öskudaginn víðast hvar á landinu og siðirnir fluttust með. Að „marséra“ og einnig sem margir muna eftir „að slá köttinn úr tunnunni“ datt þó víðast hvar upp fyrir á 20. öld, en hélst þó við á Akureyri.

Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands; https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3201#

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →