Pantaðu franska súkkulaðitertu fyrir feðradaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert á Íslandi. Í ár er feðradagurinn haldinn sunnudaginn 10. nóvember. Feðradagurinn er dagur til að heiðra feðrum fyrir þeirra mikilvæga hlutverk í lífi barna sinna og fjölskyldna. Líkt og mæðradagurinn þá er feðradagurinn helgaður þeim sem axla ábyrgð á uppeldi, veita stuðning, ást og leiðsögn. Á þessum degi eru allir feður í forgrunni og samfélagið fagnar hlutverki þeirra í fjölskyldulífinu, sem er ómetanlegt fyrir velferð og þroska barna.

Saga feðradagsins

Feðradagurinn á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í byrjun 20. aldar. Hugmyndin kviknaði þegar Sonora Smart Dodd frá Washington vildi heiðra föður sinn, sem hafði uppfært sex börn einn síns liðs eftir lát eiginkonu sinnar. Sonora fannst ekki réttlátt að feður fengju ekki sinn eigin hátíðisdag, líkt og mæður fengju á mæðradegi. Fyrsti formlegi feðradagurinn var haldinn árið 1910 í Washington-ríki og síðan þá hefur dagurinn breiðst út til margra landa þar á meðal Íslands.

Á Íslandi hefur Feðradagurinn verið viðurkenndur síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Dagurinn hefur smám saman öðlast aukið vægi í samfélaginu og er nú orðinn fastur liður í því að heiðra mikilvægi fjölskyldunnar og stuðla að jafnvægi milli hlutverka kynjanna í uppeldi.

Á Íslandi er Feðradagurinn tækifæri til að lyfta upp og þakka feðrum fyrir þeirra hlutverk. Margir nýta daginn til að gefa feðrum litla gjöf eða skrifa fallega kveðju til þeirra. Skólar og leikskólar fagna deginum einnig með því að búa til kort eða gjafir þar sem börn heiðra feður sína. Þó að dagurinn sé minna formlegur en mæðradagurinn, er hann engu að síður mikilvægur til að minna á jafnvægið og samvinnuna í fjölskyldunni.

 

Frönsk súkkulaðitertu fullkomnar Feðradaginn

Við hjá Tertugalleríinu fögnum Feðradeginum. Við tökum einnig súkkulaðinu fagnandi og þá sérstaklega okkar vinsælu frönsku súkkulaðitertu sem hentar flestum tilefnum. Þessi þétta, mjúka súkkulaðiterta er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns.

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →