Nýttu þér leiðbeiningar um skammtastærðir

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 

Það er í mörg horn að líta þegar halda skal veislu. Tertugalleríið einfaldar þér lífið. Hjá okkur færðu kökur og tertur í mörgum stærðum og gerðum fyrir öll möguleg tilefni.

Allar terturnar okkar eru merktar stærðum, bæði áætluðum fjölda og sentímetrum. Hjá okkur getur þú pantað 10, 12, 15, 16, 30 og 60 manna tertur.

Brauðterturnar okkar koma í tveimur stærðum, 30-35 manna og 16-18 manna. Lágmarkspöntun fyrir tapas og kokteilsnitturnar eru 6 snittur sömu tegundar.

Ef herslumuninn vantar upp á veitingarnar er tilvalið að panta svolítið sætt með til að setja punktinn yfir i-ið
Smelltu hér og skoðaðu úrvalið okkar af svolitlu sætu með!

Magn á mann
Samkvæmt leiðbeiningastöð heimilanna hefur verið tekið saman ráðlagt magn á mann. Þar segir einnig að það þurfi að hafa í huga aldur veislugesta því mismunandi er hvað fólk borðar mikið. Börn og eldra fólk borði minna en unglingar og yngra fólk. Skoðaðu nánar hér!

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið á Korputorgi.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →