Fáðu þér bleika tertu í október

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu verðum með bleikar tertur í tilefni bleiks október. Bleiku terturnar eru með ljúffengum og þéttum súkkulaðibotni, skreytt með fallega bleiku kremi á hliðunum. Allar terturnar eru með mynd sem er prentað á gæða marsípan. Hafðu í huga að textinn á myndunum ,,Bleika tertan þín‘‘ er einungis sýnishorn af mynd. Taktu mynd eða finndu hana í safninu þínu og sendu hana inn þegar þú pantar.

Bleiki dagurinn er föstudaginn 11.október. Bleiki dagurinn er alþjóðlegt árlegt átaksverkefni tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. 

Við hvetjum þig til að styðja íslenska átakið

Sláðu í gegn með að bjóða samstarfsfélögunum upp á gómsæta bleika tertu í tilefni bleiks október. Nýttu tilefnið og pantaðu brauðtertur með bleiku kökunni þinni og föstudagskaffið er klárt. Smelltu hérna og skoðaðu allt okkar úrval af brauðtertum!

Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur er alla jafna kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klukkustund er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →