Nú styttist í jólin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 

Eitt er víst að jól og ármót eru stærstu hátíðir ársins og þó þeim sé fagnað á mismunandi forsendum. Þá gerum við vel við okkur í mat og drykk og spörum hvergi við okkur í kræsingunum.

Á þessum tíma höfum við líka flest í nægu að snúast þ.a. tilvalið er að láta Tertugalleríið létta sér lífið við baksturinn. Skoðaðu nokkrar tillögur að hátíðlegu bakkelsi en láttu jafnframt hugmyndflugið takast á loft við valið. Skoðaðu úrvalið og pantaðu tímanlega.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 10-12
Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →