Komdu fólkinu þínu óvart með tertu í bústaðnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er hásumar og allt orðið grænt í kringum okkur. Sólin skín sem aldrei fyrr og færir okkur gleði í hjarta. Að þessu sögðu þá höfum við heyrt af því að fólk hafi glatt gesti og gangandi með tertu eða tertum frá okkur í sumarbústaðnum. Það gleður okkur mjög að terturnar hafa glatt fólk í sumarfríinu og vonum að þær gleðja fólk áfram í sumar.

Viltu deila með okkur þinni gleðistund í bústaðnum með veitingar frá okkur? 

Við erum með nokkrar tegundir tertna eins og hin eina sanna, klassíska og gómsæta súkkulaðitertan okkar með mynd. Sú er tilvalin í bústaðinn því þú getur sett þína eigin mynd fyrir tilefnið og komið gestunum þínum rækilega á óvart. Það er hægt að panta allt frá 15 manna tertu í 60 manna súkkulaðitertu.  Eins vinsæl og súkkulaðitertan er þá er líka vinsælt að panta skúffuköku sem hægt er að skera í 80 sneiðar. Því fleiri sem geta glaðst yfir góðri súkkulaðitertu því betra.

Tertur eru mismunandi fyrir mismunandi tilefni og því er líka tilvalið að panta Franska súkkulaðitertu en það er öruggt að hún mun fara vel í gesti. Hún er skreytt með jarðaberjum og bláberjum sem hentar vel í sumarsólinni upp í bústað.

Skoðaðu úrvalið okkar og pantaðu í dag fyrir bústaðaferðina.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.  

(mynd eftir Einar H. Reynis frá Unsplash)


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →