Hvernig veislu vill fermingarbarnið bjóða til?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu höldum áfram að skrifa greinar um fermingar og þeim undirbúningi sem fylgir. Í okkar fyrstu grein fjölluðum við um aðdragandann að fermingunni og kosti þess að viðhafa gott skipulag í undirbúningum, þannig að fermingarbarnið og fjölskyldan fengu að njóta saman í ró og næði þegar nær dregur að fermingardeginum.

Í seinni grein héldum við áfram að leiðbeina fermingarbarninu og fjölskyldunni og fjölluðum við ítarlega um hversu mikið magn á að panta fyrir fermingarveisluna ef ætlunin er að hafa kaffihlaðborð, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta.

Að þessu sinni tökum við fyrir sambærilega útreikninga þegar kemur að standandi boði og smáréttarveislu.

Hvernig veislu vill fermingarbarnið bjóða til?

Það er mikilvægt að leyfa fermingarbarninu að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingin er ein af stóru stundunum í lífi hvers fermingarbarns og mun geyma dýrmætar minningar.

Til eru margar útfærslur af fallegum fermingarveislum og þarf að líta til þess hvað höfðar til hvers og eins. Þá erum við ekki einungis að tala um magnið fyrir hvern rétt sem er pantaður og borin fram, heldur þarf líka að huga til dæmis að aldri veislugesta, því mismunandi er hvað fólk borðar mikið. Börn og eldra fólk borðar oft minna en unglingar og yngra fólk. Og eldra fólk hefur annan smekk en yngra fólk.

Í síðustu grein tókum við fyrir það magn sem þarf að panta fyrir kaffihlaðborð og að þessu sinni ætlum við að útlista magnið sem þarf að panta fyrir smáréttarhlaðborð.

Standandi boð og smáréttarveisla

Veisluborð með úrvali smárétta á alltaf vel við og er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða hvað varðar veitingar og fallegt borðskraut sem gleður augað. Hjá Tertugalleríinu höfum við mikið úrval veitinga sem er hægt að nýta til skreytingar, en er á sama tíma bragðgóðar veitingar.

Þegar kemur að magni fyrir tveggja klukkustunda boð erum við að miða við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu samhliða öðrum veitingum. Það er alltaf gott að hafa sæta bita með öðrum veitingum og ef þið kjósið að bjóða upp á konfektmola þá er reiknað með 2-3 molum á mann.

Ef brauðmeti er reiknað með smáréttunum er talað um 2-3 skammta á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og 2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Þegar kemur að drykkjum má gera ráð fyrir 45 gr. af kaffi á móti 1 lítra af vatni í venjulega kaffivél en 70 gr. í lítra af vatni fyrir espressó kaffi. 1 lítri gefur 8 bolla og reikna skal 1-2 bolla á mann. Hvað öl og gos varðar er óhætt að reikna 2-3 glösum á mann, sem taka 2,5 dl. hvert.

 

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingarveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →