Sláðu í gegn með franskri súkkulaðitertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Franska súkkulaðitertan okkar hentar öllum tilefnum en hún hentar sérstaklega vel í saumaklúbbinn. Þessi þétta, mjúka 15 manna súkkulaðiterta er einstaklega bragðgóð en tertan er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðaberjum. Nýttu tækifærið og sláðu í gegn með lítilli fyrirhöfn með þessari dásemd í næsta saumaklúbb. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum líka upp á allskyns fleiri tertur sem henta vel í saumaklúbbinn en hægt er að skoða allar okkar tertur hér.

Marengsbomburnar okkar eru algjört lostæti en hægt er að velja um Hrísmarengsbombu, Piparlakkrístertu, Banana og kókosbombu og síðast en ekki síst Marengsbombuna okkar. Nýjasta nýtt hjá okkur þessa daganna eru litlu kleinuhringirnir okkar en þeir eru jafn bragðgóðir og þeir eru fallegir.
Nýttu tækifærið fyrir næsta saumaklúbb og bjóddu upp á dásamlegar tertur með lítilli fyrirhöfn. Það eina sem þú þarft að gera er að panta og sækja.


Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →