Fermingarveislu heldur maður einu sinni á ævinni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Margar fjölskyldur eru komnar á fullt með undirbúning fyrir ferminguna og við hjá Tertugalleríinu finnum fyrir álaginu sem því fylgir.

Úrvalið hjá okkur er fjölbreytt. Til þess að auðvelda þér undirbúninginn bjuggum við til sér tilefni þar sem við tókum saman allt gómsæta bakkelsið á einn stað. Tilefnið er einfaldlega Ferming. Í ár erum við með fermingartilboð.

Fermingatilboðið gildir út febrúar en leggja þarf inn pöntun fyrir 29. febrúar til að nýta sér afsláttinn. Hægt er að panta lengra fram í tímann.

Auðvelt er að fara í gegnum vörurnar á vefsíðu okkar og setja í körfu því mynd af hverri vöru kemur upp með verði, fjölda og skýringar. Með þessu getur þú skipulagt veisluborðið. Þegar þú hefur farið í gegnum listann í körfunni þinni, tekið út og bætt við listann er auðvelt að smella á „Ganga frá pöntun og greiða“. Mjög hentugt og mjög auðvelt!

Úr því fermingarveisla er ein af fáum stórveislum sem hver einstaklingur heldur bara einu sinni á ævinni mælum við einnig með því að fara í gegnum vörurnar sem tengjast veislum. Það er nefnilega aldrei að vita nema eitthvað af bakkelsinu sem kemur upp myndi passa á veisluborðið.

Við höfum verið í samstarfi við Bjargeyju hjá Bjargey & Co. og mælum með því að skoða hvernig hún fór að því að velja bakkelsið á sitt veisluborð. Bjargey er með t.a.m. með kransaköku sem hún  skreytti sjálf en hægt er að fá óskreyttar frosnar og ósamsettar kransakökur frá okkur í Tertugalleríinu. Og við kökuna var hún bollarkökur með bleiku kremi, allt í stíl í við bleika þemað.  

 

Við settum saman nokkur dæmi um það sem passar á veisluborðið. Gott er að huga að fjölda gesta í fermingarveislunni.

30 manna frómasfermingarterta. Hægt er að velja milli jarðaberjafrómas með jarðaberjum, súkkulaðifrómas með kokteilávöxtum, Irish coffeefrómas með kokteilávöxtum og karmellu og daimfrómast með kokteilávöxtum.

30 manna kransakaka, ósamsett, sem þú skreytir samkvæmt ósk fermingarbarnsins sem allir munum dást af og allir munu tala um.

40 stk. gómsætir kransabitar með kaffinu.  

40 stk. Skúffubita með þykkum, mjúkum og bragðgóðum botni og dökku kremi.

16 stk. Bollakökur með gómsætu ljósbleiku kremi.

16 stk. Bollakökur með gómsætu ljósbláu kremi.

30-35 manna klassísk brauðterta. Við erum með brauðtertu með rækjum, með skinku, með hvítlauks hummus, tómat og basil hummus og túnfisk.

Rúllutertubrauð með skinku og aspas eða pepperoni sem þú hitar upp. Rifinn ostur fylgir með. Sáldraðu osti yfir rúllutertubrauðið og hitaðu í ofni þar til osturinn er orðinn gullinnbrúnn. Það er hægt að skipta tertunni niður á ýmsan hátt. Flott stærð er um það bil 80-100 sem myndi þýða 8 sneiðar.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19. 

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Pantaðu í dag – þú getur breytt afhendingartíma með viku fyrirvara
Nýttu þér frábær tilboð fyrir fermingarveisluna
Pantaðu strax í dag - með aðeins viku fyrirvara getur þú breytt afhendingu
pantana án aukakostnaðar. Ef þú þarft að breyta: sendu tölvupóst;
tertugalleri@tertugalleri.is. Gildir líka fyrir þig sem hefur pantað.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →