Fermingarnar eru handan við hornið
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú þegar janúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær.
Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að fermingunni, sem getur valdið auka álagi. Að okkar mati er mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það er alltaf gott að skipuleggja sig fram í tímann og fá fyrir vikið að njóta í ró og næði þegar nær dregur að fermingardeginum.
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur og aðrar veitingar á hagstæðu verði fyrir fermingarveislur. Við hjá Tertugalleríinu viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið fyrir fermingarveisluna með fermingarbarninu og pantið tímalega.
Deila þessari færslu
- Merki: Ferming, Ferming 2023, Fermingar, Fermingarbarn, Fermingarveisla, Skipulag, Undirbúningur, Veisluveitingar, Veitingar