Fáðu þér klassíska brauðtertu á degi Leifs Eiríkssonar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Engin lýsing til

Dagur Leifs Eiríkssonar er haldin hátíðlegur vestanhafs þann 9. október eins og gert hefur verið síðan 1964. Það er tilvalið að fá sér klassíska brauðtertu að hætti Tertugallerísins á þessum merka degi. Bandaríkjamenn gáfu íslendingum í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 styttu af Leifi sem stendur nú fyrir framan Hallgrímskirkju.  

Sagt er að Leifur Eiríksson hafi stigið á land í Norður-Ameríku fyrir nær þúsund árum. Í einni af mörgum ferðum sínum um úthöfin kannaði Leifur þessar nýjar aðstæður og nefndi, Helluland, Vínland og Markland. Bandaríkjamenn draga fána sinn að húni við allar opinberar byggingar á laugardaginn. Dragðu fána að húni og fáðu þér svo gullfallega brauðtertu frá Tertugallerí.

Til að fá afhent um helgar þarf pöntun að berast okkur eigi seinna en kl. 14 á fimmtudaginn.

Heimild: Morgunblaðið, 6. október 1990.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →