Fáðu þér brúðartertu á brúðkaupsafmælinu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brúðkaup eru vinsælt umfjöllunarefni hjá okkur hér í Tertugalleríinu enda úrval okkar af brúðartertum frábært. Þegar haldið er upp á stóra viðburði í lífinu, líkt og brúðkaup, er tilvalið að fylgja því eftir og halda einnig uppá brúðkaupsafmælið en þau hafa hvert sitt nafn fyrstu 15 árin og svo á fimm ára fresti.

Það vita flestir að fyrsta brúðkaupsafmælið er kallað pappírsbrúðkaup. Fimm ára brúðkaupið svo er kallað trébrúðkaup, það tíu ára er tinbrúðkaup en hér má sjá lista yfir heiti brúðkaupsafmæla.

Þegar hjón hafa náð þeim áfanga að hafa verið gift í 25 ár er talað um silfurbrúðkaup, gullbrúðkaup við 50 ára aldursmarkið og svo loks gimsteinabrúðkaup fyrir þá sem ná því að hafa verið gift í 75 ár.

Það er góður siður að halda upp á giftingardaginn sinn og velja margir að gera vel við sig í mat og drykk. Þar sem brúðkaupsafmælin eru einnig kennd við ýmsa hluti eru margir sem gefa gjafir tengt afmælinu eins og gjafakort á pappírsbrúðkaupinu, sængurföt úr bómull á bómullarafmælinu og svo fram eftir götunum

En hvað svo sem fólk ákveður að gera á brúðkaupsafmælinu þá er upplagt að fá sér tertu frá tertugalleríinu en hjá okkur færðu tertur sem henta öllum tilefnum og það á svo sannarlega einnig við um brúðkaupsafmælið.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →