Erfidrykkjur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fallegur siður að minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið kvaddur. Í huga margra er erfidrykkjan mikilvægur hluti af kveðjuathöfninni því þar kemur fólk saman til að minnast hins látna og votta hvert öðru samúð.

Þau sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin og  þekkja jafnframt líka umstangið sem getur fylgt því að fylgja þeim síðasta spölinn.

Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju og það getur verið erfitt að velja veitingar í erfidrykkjuna. Þar getum við hjá Tertugalleríinu komið að málum og liðsinnt aðstandendum. Við bjóðum upp á fjölda tegunda af tertum, bakkelsi og brauðmeti sem hentar í erfidrykkjuna.

Við höfum tekið saman á einn stað veitingar sem algengt er að aðstandendur panti fyrir erfidrykkjur og geta hentað þér. Við bjóðum upp á klassískar marsípantertur með skrauti og krossi sem fara vel sem miðpunkturinn á kaffiborðinu. Hægt er að velja um fjórar mismunandi bragðtegundir, jarðarberjafrómas með jarðarberjum, súkkulaðifrómas með kokteilávöxtum, irish coffeefrómas með kokteilávöxtum og karamellu og daimfrómas með kokteilávöxtum. Hægt er að panta marsípanterturnar í þremur stærðum, 25 manna (27,5x35,5cm) 30 manna (29x40,5cm) 40 manna (34,5x43,5cm) og ættu þessar fallegu tertur að falla að smekk flestra.

Við bjóðum einnig upp á aðrar tertur sem henta vel. Eplakaka og Gulrótarterta eru til dæmis góðar á kaffiborðið með marsípantertunni. Þeim sem ekki hafa smekk fyrir marsípani gætu þótt þær gómsætar.

Það er einnig hentugt að bjóða upp á smærri bita með tertunum. Kleinur og Mini möndlukökur eru klassískar á íslenskum kaffiborðum. Ekta íslenskar brauðtertur eru einnig vel við hæfi, til að bjóða upp á eitthvað til mótvægis við terturnar. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku, túnfisk og rækjum og hægt er að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Hjá Tertugalleríinu getur þú sparað þér fyrirhöfn og kostnað með því að panta allar veitingar fyrir erfidrykkjuna á einum stað. Við hjá Tertugalleríinu erum boðin og búin til að aðstoða þig á erfiðum tímum.

Mundu einnig að benda vinum og ættingjum, sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma í lífi sínu eftir ástvinamissi, á þessa þægilegu lausn. Þú gætir jafnvel boðist til að sjá um að panta hæfilegt magn af veitingum fyrir viðkomandi til að létta lífið á sorgarstundu.

 

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eða aðrar veigar eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af vörum á hagstæðu verði. Veldu þínar veitingar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →