Brauðtertur ómissandi á Menningarnótt
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Næsta laugardag er Menningarnótt en þá fagnar Reykjavíkurborg afmæli sínu. Eins og segir á heimasíðu hátíðarinnar er markmið Menningarnætur að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af menningarviðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða.
Brauðtertusamkeppnin í Listasafni Reykjavíkur
Fyrir brauðtertusnillinga og áhugamenn verður keppt í Brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur klukkan 14:00. Keppt verður í þremur flokkum:
- Fallegasta brauðtertan
- Frumlegasta brauðtertan
- Bragðmesta brauðtertan
Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara hvers flokks og eru áhugasamir hvattir til að taka þátt í keppninni. Skráðu þig með að senda póst á braudtertanlifir@gmail.com. Skoðaðu nánar um keppnina hér!
Brauðterturnar frá Tertugalleríinu sem slá alltaf í gegn
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á sex mismunandi tegundir af brauðtertum. Um er að ræða klassískar brauðtertur með skinku-, laxa-, túnfisk- og rækju salati. Síðast en ekki síst bjóðum við einnig upp á tvær gómsætar VEGAN brauðtertur með tómat og basil hummus og hvítlauks hummus sem þú hreinlega verður að smakka. Skoðaðu allt úrvalið af brauðtertum hér.
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.