Bjóddu uppá litríkar marengsbombur með kaffinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú er sumarið á enda og því ekki seinna vænna en að bjóða uppáhalds fólkinu sínu í kaffi og kökur með því. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á bragðgott úrval af ljúffengum og litríkum marengsbombum tilvöldum með kaffinu í sumar. Marengstertur eru eftirlæti margra sælkera sem elska stökku en mjúku áferðina sem bráðnar í munninum. Þeir sömu vita einnig hve tímafrekt og viðkvæmt ferli það er að barka marengs svo vel sé.
Hin eina sanna Marengsbomba er púðursykursmarengsterta með svampbotni og dásamlegri rjómafyllingu, skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Hægt er að fá Marengsbombuna í tveimur stærðum, 15 manna og síðan 30 manna.
Piparlakkrístertan okkar samanstendur af ljúffengum kókossvampbotni, hindberjum og rjóma með piparlakkrísbragði. Tertan er toppuð með púðursykursmarengs, hrískúlum og lakkrís ganas. Tertuna er hægt að fá í 15 manna og 30 manna stærðum.
Hrísmarengsbomban okkar slær alltaf í gegn en þessi 15 manna dásemd er gerð með tveimur lögum af púðursykurmarengs með hrískúlum, kokteilávöxtum með vanillurjóma á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóa Kroppi.
Banana og kókosbomban er 15 manna bragðgóð marengsterta sem er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og banönum en stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykurmarengs með súkkulaðiganas.
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.