Brauðtertur - gómsæt nýjung frá Tertugallerí!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Á dögunum kynntum við til sögunnar smurbrauð að dönskum hætti. Gómsætt og gullfallegt smurbrauðuð sló rækilega í gegn og því bjóðum við upp á enn eina nýjungina, fallegar og gómsætar brauðtertur.
Allir Íslendingar vita að fátt er vinsælla í veisluhöldum en hin sígilda brauðterta. Brauðtertur eru tilvaldar fyrir ferminguna, afmælið, erfidrykkjuna eða hvert það tilefni þar sem fólk kemur saman. Við hjá Tertugallerí bjóðum nú upp á sjö mismunandi tegundir af brauðtertum, sem henta fyrir hvaða tilefni sem er. Um er að ræða klassískar brauðtertur á borð við skinku-, túnfisk-, rækju- og hangikjötsbrauðtertur en einnig kynnum við með stolti tvær gómsætar VEGAN brauðtertur með tómat og basil hummus og hvítlauks hummus sem þú hreinlega verður að prófa. Skoðaðu úrvalið af brauðtertum hér.
Brauðterturnar eru í tveimur stærðum, annars vegar 16-18 manna og hins vegar 30-35 manna. Gríptu tækifærið og pantaðu ljúffengu brauðterturnar á sérstöku kynningarverði en 16-18 manna brauðtertan er á 10.500. kr og 30-35 manna brauðtertan er á 16.500. kr.
Sparaðu tíma, hafðu það huggulegt. Pantaðu gómsæta og gullfallega brauðtertu hér á tertugalleri.is.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar og smurbrauðið er nýsmurt sérstaklega fyrir þig. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12
Deila þessari færslu
- Merki: afmæli, Erfidrykkja, Ferming, Fermingar, fermingartertur, Fermingarveisla, fyrirtækjatertur, Konudagur, skírnartertur, terta, tertur, tertur með mynd, Útskrift, Veisla, þitt tilefni