Bleika slaufan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Í meira en áratug hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir árveknisátaki vegna brjóstakrabbameins undir heitinu Bleika slaufan. Október mánuður hefur verið helgaður átakinu og bleiki liturinn, litur kvenleikans, er litur átaksins. Við hjá Tertugallerí viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og bjóðum upp á gómsætar og fallegar bleikar veitingar sem hæfa átakinu frábærlega.

Nú geta fyrirtæki boðið starfsfólki sínu upp á bleikar kaffiveitingar og stuðlað þannig að vitundarvakningu meðal þess. Þá er tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að sameinast um kaup á bleikum veitingum. Hér getur þú séð, og pantað, gómsætar bleikar veitingar frá Tertugallerí.

Á heimasíðu átaksins kemur fram að brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Mikilvægasta leiðin til að fjölga konum sem lifa sjúkdóminn af er skipuleg leit. Þessi leit býðst öllum konum á aldrinum 40-69 ára. Leitin er mjög mikilvæg því með röntgenmynd af brjóstum er hægt að finna mein á byrjunarstigi og er slík leit talin lækka dánartíðni um allt að 40% af völdum sjúkdómsins.

Við hvetjum alla til að styrkja átakið. Hægt er að kaupa Bleiku slaufuna á netinu og hér getur þú fundið sölustaði nálægt þér.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →