Allt fyrir afmælið
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er gaman að eiga afmæli, það vita allir. Það er sérstaklega gaman á sumrin þegar veðrið leikur við okkur og fuglasöngur fyllir loftin. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allar veitingar sem hægt er að hugsa sér fyrir afmæli, hvort sem er að sumri eða vetri.
Einhverjar vinsælustu vörur Tertugallerís eru afmælisterturnar með nammi og mynd. Hér ræður hugmyndaflugið eitt hvað verður fyrir valinu. Vinsælt er að hafa mynd af afmælisbarninu sjálfu eða uppáhalds teiknimyndapersónunni. Bílar, flugvélar og prinsessur hafa líka verið vinsælar en aðeins verður að gæta að því að myndin sé í góðri upplausn svo hún prentist vel.
En auðvitað er fleira í boði í afmælisveislunni, til dæmsi marengstertur, bollakökur og kleinuhringir. Tertugallerí býður upp á þetta allt og meira til. Á þessari síðu höfum við tekið saman vinsælustu veitingar í afmæli en skoðið ykkur endilega um og fáið fleiri hugmyndir.
Mikilvægt er að panta í tíma afgreiðslufrestur okkar er 2-3 dagar en hann getur lengst í kringum hátíðir og mikla álagstíma.
Deila þessari færslu
- Merki: afmæli, marengsterta, súkkulaðikaka, súkkulaðiterta, terta