Áfram Ísland!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Andrúmsloftið í samfélaginu er skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. Margir eru að halda EM veislur heima fyrir sem og á vinnustöðum. Umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik á Evrópumótinu sem stendur nú yfir í Þýskalandi.

Það er sama stemmning hjá okkur í Tertugalleríinu og viljum við mæla með skotheldri leið til að koma gestum eða samstarfsfélögum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum.

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Þessar súkkulaðidásemdir samanstanda af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan.

Til að gera súkkulaðitertuna persónulegri og í takt við EM andrúmsloftið er frábær hugmynd að prenta mynd af íslenska fánanum eða mynd af landsliðinu til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu smjörkremi á kantinum.

Við bjóðum einnig upp á bollakökur með íslenska fánanum sem svíkur engan, frekar en súkkulaðitertan okkar. Bollakökurnar koma átta saman í kassa og það fylgir þeim mikil stemmning fyrir EM veisluna þína.

Hugum að íslenskri handboltastemmningu sem er allsráðandi og komdu vinnufélögunum, fjölskyldunni eða vinunum á óvart með vel skreyttri súkkulaðitertu eða bollakökum frá Tertugalleríinu.

Leyfðu okkur hjá Tertugalleríinu að einfalda þér fyrirhöfnina og kynntu þér úrvalið af tertum ásamt öðrum veisluveigum og pantaðu eitthvað ljúffengt til að hafa á boðstólum í EM veislunni þinni. Skoðaðu úrvalið hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →