Eyddu tímanum í annað en bakstur. Þú færð kökur í barnaafmæli hjá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Pantaðu tertu með merki uppáhalds íþróttafélagsinsKökur og tertur hafa verið nauðsynlegur hluti af barnaafmælum í gegnum tíðina. Í fjölskyldualbúminu er yfirleitt slatti af myndum af börnunum að blása á kerti og mörg okkar eiga góðar minningar við þá iðju. Húsmæður sýndu hér áður fyrr bökunarsnilld sína með því að baka bragðgóðar og hnausþykkar hnallþórur. Í dag vinnur fjölskyldan saman að undirbúningi afmælisins og margir kjósa að verja tímanum í annað en baksturinn sjálfan. Við hjá Tertugalleríinu getum svo sannarlega afgreitt baksturinn og þannig létt ykkur undirbúninginn.

Við undirbúning barnaafmælis er nauðsynlegt að huga að tertunni en margir kjósa í dag að eyða sínum eigin tíma í annað bakstur og panta sér því tertur.

Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Fyrir það fyrsta fást tertur á mjög hagstæðu verði í dag. Sem dæmi má taka að einföld afmælisterta hjá Tertugalleríinu fyrir 15 manns kostar aðeins 1990 krónur.

Þá er úrvalið af afmæliskökum gríðarlega gott og hægt er að fá eitthvað við hæfi flestra. Það færist líka í aukana að prenta myndir á afmælistertur eða panta kökur með merki uppáhalds íþróttafélagsins. Allar slíkar tertur er hægt að fá hjá Tertugalleríinu.

Börnin hafa líka æ meira að segja við undirbúning afmælisins og líklega vilja þau flest helst fá að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, fremur en að svitna við baksturinn þó enn sé auðvitað hægt að gera skemmtilega stund úr því.

En sitt sýnist hverjum. Það verður hinsvegar engin svikinn af tertum frá Tertugalleríinu. Kíkið á umsagnir og stjörnugjafir fyrir terturnar okkar og sjáið hvort ekki finnist afmælisterta sem hentar í barnaafmælið.

Munið bara að panta tímanlega!


Deila þessari færslu



Nýrri færsla →