Bjóddu pabba þínum upp á tertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Feðradagurinn rennur upp sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þetta er fallegur dagur í lífi feðra. Það er fátt betra en að bjóða pabba sínum í kaffi á þessum degi og gleðja hann með fallegri tertu eða öðru meðlæti frá Tertugalleríinu. Þú getur valið úr ýmsum veislukostum fyrir föður þinn hjá Tertugalleríinu.

Feðradagurinn er þekktur víða um heim og er alla jafna haldið upp á hann annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ekki er langt síðan farið var að halda upp á daginn. Hann á rætur að rekja til Bandaríkjanna og og var fyrst haldið upp á hann árið 1910.

Feðradagurinn hefur frá upphafi verið hugsaður sem mótvægi við mæðradaginn. Þegar reynt var að koma feðradeginum á kortið vestanhafs töldu margir honum allt til foráttu, sem dæmi að börn væru ekki jafn hænd að föður sínum og móður.

Það tók langan tíma að innleiða feðradaginn í Bandaríkjunum en það var Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, sem gerði hann lögformlegan hátíðisdag árið 1972.

Margir dagar

Sú hefð hefur skapast að heiðra feður annan sunnudaginn í nóvember ár hvert. Það hefur ekki alltaf verið gert á þessum árstíma og er feðradagurinn víða á öðrum dögum. Þegar haldið var upp á feðradaginn í fyrsta sinn í Bandaríkjunum þá var það gert í júní.

Feðradagurinn er víða haldinn á öðrum tímum alveg frá í febrúar og til loka desember. Í Rússlandi eru feður landsins heiðraðir í febrúar, á Spáni og Ítalíu og fleiri löndum í mars, í Rúmeníu rennur dagurinn upp annan sunnudag í maí en 5. júní í Danmörku. Þriðja sunnudag í júní er sömuleiðis haldið upp á feðradaginn í ýmsum ríkjum Afríku og í stöku Evrópuríkjum. Í Búlgaríu er haldið upp á feðradaginn á annan í jólum eða 26. desember.

Á Íslandi árið 2006

Haldið var upp á feðradaginn á Íslandi í fyrsta sinn 14. Nóvember árið 2006. Í tilefni af því var haldin ráðstefna á Nordica-hótelinu á vegum félagsmálaráðuneytisins sem þá var, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu. Á ráðstefnunni var fjallað um feður í samfélaginu og þátttöku þeirra í fæðingarorlofi. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra flutti ávarp ásamt fulltrúa Félags ábyrgra feðra í Bretlandi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var heiðursgestur á ráðstefnunni.

Bakkelsi á feðradaginn

Það er frábær hugmynd að gleðja föður sinn á feðradaginn. Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman tillögur að bakkelsi fyrir þig til að bjóða pabba þínum upp á.

Mörgum pöbbum finnast amerískar súkkulaðitertur alveg ofboðslega góðar. Sumum finnst líka gott að fá sér bita af marengsbombu sem er með púðursykusmarengs og karamellu. Aðrir kjósa að hafa það þjóðlegt og velja skonsur og pönnukökur umfram flest annað.

Vertu góð(ur) við pabba þinn. Bjóddu honum upp á kaffi og meðlæti frá Tertugalleríinu á feðradaginn.

Pantaðu í tíma

Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →