Hafðu tertuboðið bleikt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Október er bleikur mánuður en þá blæs Krabbameinsfélag Íslands gegn krabbameini hjá konum. Bleiki liturinn er áberandi í mánuðinum. Bakarameistarar Tertugallerísins bjuggu fyrir nokkru til tvær ólíkar tertur fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem vilja halda bleik boð allan ársins hring. Terturnar henta vel fyrirtækjum sem vilja gleðja starfsfólks sitt eða viðskiptavini með fallegri tertu í október. Það er líka upplagt að bjóða upp á terturnar í steypiboðum á öðrum tímum ársins. 

Krabbameinsfélag Íslands hefur í rúman áratug beint sjónum landsmanna að krabbameinum kvenna. Bleiki liturinn hefur ávallt verið notaður til að leggja áherslu á átakið.

Söfnunin í ár er liður í átaki Krabbameinsfélagsins til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini. Á hverju ári greinast að meðaltali 135 einstaklingar með þessa tegund krabbameins á hverju ári. Þar af deyja 52 einstaklingar úr sjúkdóminum. Það má fækka þessum dauðsföllum og draumurinn er að koma í veg fyrir þau.

Læknaðu meinið á frumstigi
Bæði konur og karlar eiga á hættu að fá ristilkrabbamein. Um 80% þeirra sem greinast með sjúkdóminn eru á aldrinum 55-85 ára. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum eru einstaklingar á aldrinum 50-75 ára skilgreindir í meðaláhættu á því að fá sjúkdóminn og er þetta næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Vesturlöndum. Á sama tíma er ristilkrabbamein eitt fárra meina sem hægt er að greina á frumstigi og lækna. Ekki láta hjá líða að fara í skoðun.

Bleikar tertur fyrir þig
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á tvær gerðir af bleikum tertum fyrir þau fyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum og starfsfólki í bleikt kaffiboð. Hægt er að panta terturnar allan ársins hring. Eftirspurn er líka eftir tertum sem þessum hjá þeim einstaklingum sem vilja bjóða upp á bleikt tertuboð. Bleiku terturnar okkar hjá Tertugalleríinu eru vinsælar í steypiboðum þar sem þungun eða barnsfæðingu er fagnað.

Önnur gerðin af tertunum er með einu lagi af súkkulaðitertu og öðru af ljósri tertu, með bleiku kremi og sykurmassa sem hægt er að prenta á þann texta sem þú vilt. Hin er súkkulaðiterta með skreytingu og bleiku kremi á milli laga. Þetta eru ljúffengar tertur sem eiga alltaf við.

Pantaðu í tíma
Mundu að panta tertu tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta tertu fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir tertur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →