Nú geturðu greitt með debetkorti í vefverslun okkar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að nú getur þú greitt fyrir tertur sem þú kaupir hjá okkur í vefverslun Tertugallerísins með debetkorti. Áður var einungis mögulegt að greiða með kreditkorti í vefversluninni. Skoðaðu úrvalið hjá Tertugalleríinu og keyptu þér gómsæta tertu. Greiddu svo fyrir hana með debetkortinu þínu í vefversluninni.
Þú getur valið úr miklum fjölda af dýrindis tertum hjá okkur í Tertugalleríinu fyrir hvaða tilefni sem er.
Hafðu í huga að þegar þú kaupir hvort heldur er afmælistertu með mynd og nammi eða upprúllaðar pönnukökur með sykri og ætlar að fá hana afgreidda á sunnudegi þá þarftu að panta hana fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi. Venjulegur afgreiðslufrestur á tertunum okkar eru 2-3 sólarhringar.
Gerðu nú vel við þig og keyptu gómsæta tertu hjá Tertugalleríinu. Þú getur greitt fyrir hana annað hvort með kreditkorti eða debetkorti í vefverslun Tertugallerísins.
Deila þessari færslu
- Merki: Afmæli, afmælisterta, debetkort