Sumarið er tími brúðkaupa

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er vafalítið besti tími ársins til að ganga í hjónaband. Þá er veðrið yfirleitt gott, dagarnir langir og nóttin björt. Hamingja og gleði er í loftinu. Þetta er yndislegur tími. Að mörgu er að hyggja við undirbúning brúðkaupsins, til dæmis þarf að velja réttu terturnar til að bjóða upp á í brúðkaupsveislunni. Ef þú ert með nýstárlega hugmynd að tertu fyrir brúðkaupið þitt þá getið þið haft samband við okkar og við unnið saman að útfærslunni.

Skipulagning brúðkaupa er líklega með því flóknara sem fólk tekur sér fyrir hendur. Brúðkaupsdagurinn einfaldlega á að vera fullkominn. Þetta er stóri dagur lífsins þegar elskendur innsigla ævarandi ást sína með hjónabandi.

Stóri dagurinn

Brúðkaupsdagurinn er með stærstu dögum í lífi hvers einstaklings. Það er því mikilvægt að allt gangi upp. Áður en ráðist er í undirbúninginn er gott að búa til lista þar sem tekin eru saman helstu atriðin sem þið viljið hafa í brúðkaupinu. Þegar á líður má ýmist bæta við listann eða taka út af honum.

Það getur kostað hálfan handlegg að skipuleggja daginn á þann hátt að hann verði sá stærsti og eftirminnilegasti í lífi ykkar. Þar á meðal eru kaup eða leiga á brúðarkjól, leiga á sal eða húsi og bíl, ljósmyndara og tónlistarfólki til að troða upp í veislunni. Allt fer þetta eftir því hvað þið viljið gera.

Það auðveldað allt og getur minnkað kostnað verulega að skipuleggja brúðkaupsdaginn og eiga viðskipti við þá sem bjóða bestu verðin. Það getur því komið sér vel að vita hvar finna má handhægar en góðar upplýsingar fyrir stóra daginn.

Gerið fjárhagsáætlun

Sandra Karen Ragnarsdóttir gekk í hjónaband í september árið 2013. Hún miðlar af reynslu sinni við undirbúning brúðkaupsins og veitir verðandi brúðhjónum hugmyndir og innblástur, tillögur að leikjum fyrir veislustjóra og fleira til á vefsíðunni Undirbúningur brúðkaups.

Sandra bjó til Excel-skjal með handhægum upplýsingum fyrir verðandi brúðhjón sem þau geta fylgt inn á þegar þau skipuleggja stóra daginn. Skjalið er á íslensku og allar aðgerðir mjög einfaldar.

Það er mikilvægt að hnýta alla lausa enda fyrir stóra daginn og velja réttu tertuna fyrir brúðhjónin til að skera saman við borðhaldið að loknum aðalrétti.


Pantið með fyrirvara

Við mælum með því við brúðhjón að þau kíki við hjá okkur í Tertugalleríinu og skoði úrvalið hjá okkur af tertum og kransakökum fyrir brúðkaupsveisluna

Við eigum líka mikið af tertum sem tilvalið er að bjóða sinni heittelskuðu upp á á Valentínusardaginn eða þegar þið setjist niður og rifjið upp brúðkaupið.

Munið að panta með fyrirvara. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að panta 2-3 dögum áður en áætlað er að sækja tertuna. Afgreiðslutíminn getur svo orðið lengi á álagstímum.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →