Tertan heitir Ljósálfur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Vinir okkar á Facebook voru duglegir að senda inn tillögur að nafni á tertu sem við höfum búið til og gott er að bjóða upp á í gjafaveislum til heiðurs verðandi móður og barni.

Hvorki fleiri né færri en 201 tillaga barst frá vinum okkar í Facebook-leik Tertugallerísins. Tillögurnar voru af ýmsum toga eins og sjá má í leiknum.

Það var Svala Jónsdóttir sem átti bestu tillöguna að mati dómnefndar. Svala lagði til nafnið Ljósálfur og vísaði hún til þess að með tertunni er leitt í ljós hvors kyns bumbubúinn er.

Orðið ljós hefur lengi tengst fæðingu barna og börnunum sjálfum, sem geta lýst upp tilveruna. Orðið ljósmóðir var svo valið fegursta orðið í íslensku máli haustið 2013.

Svala hlýtur 20.000 króna gjafakort frá Tertugalleríinu í verðlaun fyrir besta nafnið á tertuna okkar.

Við hjá Tertugalleríinu eigum úrval af tertum í gjafaveisluna. Kíktu á það sem er í boði á vefnum okkar. En mundu að hefðbundinn afgreiðslufrestur er 2-3 dagar og getur verið lengri á álagstímum.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →