Fáðu þér marengsbombu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt betra í leiðindaveðrinu nú í mars en að kúra inni og bjóða fjölskyldu og vinum upp á heitt kakó og gómsæta marengstertu. Við hjá Tertugalleríinu leitumst ætíð eftir því að bjóða upp á nýjungar. Nú bjóðum við upp á þrennskonar marengstertur. Ein er með bönunum og kókos, önnur er hrísmarengsterta með hrískúlum og vanillurjóma og sú þriðja er með rjómafyllingu og ferskum berjum. Þetta eru algjörar bombur.
Marengs samanstendur af eggjahvítum og sykri. Við þeytum hráefnið saman þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífar og mynda toppa og bökum í ofni. Ef marengsins er ekki bakaður alveg í gegn heldur svolítið mjúkur að innan þá kallast tertan Pavlova í höfuðið á rússneska ballettdansaranum Önnu Pavlovu.
Sagan segir að svissneski matreiðslumaðurinn Gasparini, sem talið er að hafi verið af ítölsku bergi brotinn, hafi bakað marengs fyrstur allra í kringum 1720 í þorpinu Merhrinyghen í Sviss. Er þar vísað til þess að á evrópska tungu vísar heiti marengsins til þess. Á ensku heitir hann til dæmis Meringue.
Þetta er þó ekki sérdeilis víst. Í alfræðiorðabókinni Oxford English Dictionary segir að nafnið á samsetningunni hafi fyrst sést á prenti í uppskriftabók franska matreiðslumannsins François Massialot árið 1692. Það birtist svo 14 árum síðar í Bretlandi í enskri þýðingu bókarinnar árið 1706.
Þetta þarf þó ekki að vera allsendis víst þar sem ýmsar heimildir munu vera til um rétti úr eggjahvítu sem líkjast marengs. Eins eru til margar tegundir af marengs.
Við hjá Tertugalleríinu vitum hvað sælkerar vilja. Nýjustu terturnar okkar eru sérstaklega fyrir þá sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu.
Marengsbomburnar þrjár frá Tertugalleríinu eru úr mismunandi botnum og með rjóma á milli. Ofan á þeim er ýmist súkkulaði, jarðaber eða karamellur. Hver terta passar fyrir um það bil fimmtán manns.
Kíktu við hjá okkur í Tertugalleríinu og nældu þér í marengstertu til að bjóða upp á með kaffinu, í afmælinu eða í saumaklúbbnum. Mundu að þú getur pantað beint á vefsíðunni okkar.