Gerðu elskuna þína glaða á konudaginn
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Konudagurinn er ævinlega sá sunnudagur sem ber upp á 18. viku vetrar. Konudagurinn er jafnframt fyrsti dagur Góu og kallast þannig á við bóndadaginn. Bóndagurinn er nefnilega fyrsti dagur Þorra.
Ekki er langt síðan farið var að halda sérstaklega upp á konudaginn. Bæði bónda- og konudagar eru nefndir í heimildum frá Þingeyingum frá því um miðri 19. öld og sögum frá lokum aldarinnar. En fólk þekkti daginn sem fætt var á árunum 1882 til 1912. Hins vegar er talið að dagurinn hafi jafnvel verið þekktur í talmáli löngu fyrr.
Ekki er loku fyrir það skotið að heiðnir menn hafi haldið smáveislur í upphafi hinna gömlu vetrarmánaða og fagnað bæði Þorra og Góu . Sá háttur hvarf eins og fleira úr opinberu lífi við kristnitökuna en kann að hafa verið iðkaður í heimahúsum. Tenging við Góu og konur skaut svo upp kollinum á nýjan leik undir lok 17. aldar.
Konudagurinn fékk annað yfirbragð þegar kaupmenn fóru á 4. áratug tuttugustu aldar að auglýsa sérstakan mat og blómasalar að auglýsa blómaskreytingar fyrir konudaginn.
Það er tilvalið að bjóða ástinni sinni upp á gómsæta ameríska súkkulaðitertu eða skúffuköku með karamellukremi í tilefni dagsins. Kransablómin eru líka tilvalin í tilefni dagsins. Þeir sem eru tilbúnir til að leggja á sig svolítinn undirbúning og vilja færa ástinni sinni morgunmat í rúmið geta nælt sér í blinis, smurt það með majónesi eða sýrðum rjóma, sneitt niður reykjan lax og skreytt góðgætið að ofan með rauðum og svörtum kavíar.
Skoðaðu úrvalið og pantaðu tímanlega. Það er ekki líklegt til vinsælda að fagna konudeginum degi of seint.
Deila þessari færslu
- Merki: amerísk súkkulaðiterta, blinís, Góa, Konudagur, konudagurinn, kransablóm, súkkulaðiterta