Kleinur með aðventukaffinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Kleinur eru gómsætar. Þær hafa verið svo lengi tengdar jólunum og undirbúningi jólanna á meginlandi Evrópu að getið er um þær í miðaldaheimildum um mat í Norður-Þýskalandi, í Suður-Svíþjóð og í Danmörku. Aðventukaffið verður varla einfaldara en með litlu kleinunum sem við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á.
Fram kemur á Vísindavefnum að kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi blandað eggjum og fitu og á það sameiginlegt með soðbrauði að vera ýmist soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem sker kleinurnar hins vegar frá soðbrauði er slaufuformið sem hefur verið það sama allt frá því fyrsta kleinuuppskriftin birtist á prenti hér á landi í riti Magnúsar Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-
Over, fyrir heldri manna Húss-freyjur árið 1800 eða fyrir litlum 214 árum.
Haldgóð ástæða er fyrir slaufulagi kleinanna en það kemur einmitt í veg fyrir að þær verði hráar í miðjunni þegar þær eru fullsteiktar að utan.
Í umfjöllun um kleinur á vísindavefnum segir að heiti kleinanna beri með sér að það sé dregið af þýska orðinu klein sem þýðir lítið. Í Noregi heita þær hins vegar Fattigman sem þýðir fátæklingur. Frakkar, sem hafa lengi kunnað gott að meta, kalla kleinur hins vegar Merveilles, sem þýðir gott eða stórkostlegt. Kleinur eru svo til í fleiri löndum, s.s. í Póllandi og víðar.
Á meginlandi Evrópu hafa kleinu og kleinuát verið tengd jólunum um aldir enda í fínni kantinum þar sem fáir utan aðalsins sem hafði efni á því að steikja þær upp úr feiti.
Hér á landi hafa kleinur verið meira hvunndags en spari og gjarnan hafðar með kaffinu. Mörgum finnst meira að segja gott að dýfa kleinunum eilítið ofan í bollann og slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. bleyta upp í kleinunum og bragðbæta kaffið.
Hjá Tertugalleríinu er hægt að fá 120 stykki af nettum og bragðgóðum kleinum saman í einum kassa fyrir aðventukaffið og aðrar veislur sem framundan eru.
Tertugalleríið býður líka upp á fleira gómsætt með kaffinu, svo sem ekta íslenskar pönnukökur, bæði ómeðhöndlaðar og upprúllaðar með sykri og skonsur að auki. Skoðaðu vefinn og sjáðu hvað við eigum með kaffinu.
Deila þessari færslu
- Merki: bakkelsi, þitt tilefni