Skemmtileg jólahefð að bjóða upp á kransakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Allir þekkja gómsætu kransakökurnar sem hafa verið á veisluborðum landsmanna svo lengi sem elstu menn muna. Sérstaklega eru þær tengdar skírn, fermingu og útskrift. Færri tengja kransakökurnar við jólin, þó sú tenging hafi verið sterk á fyrri hluta síðustu aldar. Mörg fyrirtæki senda viðskiptavinum súkkulaði fyrir jólin. Þeir sem vilja gera eitthvað öðruvísi ættu að íhuga að senda kransakörfu fyrir þessi jól.

Nú þegar jólin nálgast eru eflaust margir farnir að huga að jólabakstrinum. Eflaust ætla margir að baka smákökur, jafnvel piparkökuhús. Færri hafa eflaust í hyggju að gæða sér á kransaköku á jólunum. Það er af sem áður var að Íslendingar borðuðu kransakökurnar á þessum árstíma, nema ef vera skildi við útskriftir og í skírnarveislum.

Í ítarlegri samantekt Magnúsar Sveins Helgasonar um kransakökur tekur hann saman hvernig þær voru auglýstar í Morgunblaðinu í gegnum tíðina. Í ljós kom að á fyrri hluta síðustu aldar voru kökurnar fyrst og fremst auglýstar fyrir jólin. Á síðari helmingi aldarinnar birtist aðeins um helmingur auglýsinga fyrir jól. Jólakransakakan virðist þannig hafa verið mikilvægur liður í jólahaldinu, í það minnsta hjá efnameira fólki.

Við hjá Tertugalleríi bendum á kransakökuna og kransahornin góðu sem skemmtilegan valkost fyrir fyrirtæki og aðra sem vilja senda gómsætar gjafir til viðskiptavina fyrir jólin. Þeir sem vilja fara nýjar leiðir ættu að prófa að senda kransakörfu í stað konfekts þessi jólin. Eða slá saman og senda kransakörfu með konfekti, svo allir fái eitthvað sem þeim líkar við.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →