Blessað barnalánið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er blessað barnalánið segjum við oft og það er hverju orði sannara. Sá skemmtilegi siður hefur myndast á Íslandi að halda svokölluð steypiboð fyrir verðandi móður. Á ensku kallast þessi skemmtilegi siður Baby Shower – en við kunnum vel við þetta fallega íslenska orð. Margt er sér til gamans gert í slíkum boðum, gjafir eru færðar nýbakaðri móður ásamt ráðum og almennum heillaóskum. Þá er vinsælt að tilkynna kyn hins ófædda barns með því að bera á borð bleika eða bláa köku. Við hjá Tertugallerí eigum tilvaldar tertur í slíkt og ein þeirra ber hið fallega nafn Barnalán.

Barnalán er gómsæt súkkulaðiterta með bleiku eða bláu kremi. Það er Ljósálfur líka og er sérlega skemmtileg útfærsla af tertu því hún gefur ekkert upp um kyn barnsins fyrr en skorin er sneið, þá birtist fagurblátt eða skærbleikt krem sem ljóstrar upp um kyn nýjasta erfingjans. Gæfutertan er bæði bragðgóð og krúttleg og er sérlega skemmtileg á veisluborðið.

Hægt er að fara lengra með lita þemað og velja bleikar eða bláar bollakökur og kleinuhringi með hvort heldur sem er bleiku eða bláu kremi. Við höfum tekið saman á eina síðu skemmtilegar hugmyndir að veitingum í steypiboðið en við hvetjum þig líka til að skoða síðuna í heild því faldir gullmolar leynast víða.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →