Marengsbomba í klúbbinn þinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar sumarið bankar á dyrnar breytast daglegar venjur margra. Skólinn fer að klárast og sumarfríin taka fljótlega við. Eitt af því sem fær oft hvíld yfir sumarið eru saumaklúbbar og bókaklúbbar. Í mörgum slíkum klúbbum er hefð fyrir því að gera sérstaklega vel við sig þegar klúbbarnir hittast og meira er haft við rétt áður en þeir fara í sitt sumarlanga leyfi. Við hjá Tertugalleríinu eigum mikið úrval af kaffimeðlæti sem hentar öllum tilefnum.

Sumir af saumaklúbbunum hafa verið starfræktir síðan meðlimir þeirra sátu á menntaskólabekk og því ljóst að ýmislegt hefur á drifið á daga kvennanna í þeim saumaklúbbum. Bókaklúbbarnir eru nýrri af nálinni en eru sífellt að njóta meiri vinsælda. Meðlimir lesa bók hver í sínu horni og hittast svo til að ræða um efni bókarinnar, söguþráð og hvað hún skilur eftir sig. Oft sýnist hverjum sitt og líflegar rökræður geta orðið.
Eins og lesendur vita er kaffimeðlætið í klúbbinn ómissandi þáttur þegar félagarnir í klúbbnum hittast. Hjá Tertugalleríinu eigum við líka mikið úrval af kökum og kræsingum fyrir öll möguleg og ómöguleg tilefni.


Kynntu þér úrvalið á kökum og kræsingum og pantaðu eitthvað ljúffengt til að hafa á boðstólum næst þegar þú heldur saumaklúbbskvöld. Hvernig væri til dæmis að bjóða upp á girnilega Marengsbombu?

Það tekur okkur 2-3 sólarhringa að afgreiða pantanir á tertum undir venjulegum kringumstæðum. Afgreiðslutíminn getur verið lengri á álagstímum og í kringum stórhátíðir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →