Vertu Eurovision stjarnan í vinahópnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eurovision söngvakeppnin er vægast sagt í hávegum höfð hér á landi og er því fullkomið tækifæri til þess að gera vel við sig, borða góðan mat og njóta þess að vera með fólkinu sínu. Í tilefni þess höfum við hjá Tertugallerí tekið saman veitingar sem auðvelda þér og þínum skipulagninguna á veislunni!
Þar sem Eurovision er alltaf um kvöldmatarleyti er tilvalið að vera með léttar og ljúffengar veitingar. Tapas snitturnar eru fullkomnar fyrir Eurovision partýið. Dásamlega bragðgóðar með fullkomlega samsettu áleggi á olíupensluðu og ristuðu baguette brauði sem munu hiklaust slá í gegn í partýinu. Til eru 5 mismunandi tegundir af tapas snittum og þar á meðal er auðvitað vegan kostur. Kokteilsnittur eru tilvalinn fingra matur fyrir Eurovision partýið, snitturnar eru með ýmiskonar góðgæti sem hitta alltaf beint í mark. Síðast en ekki síst skal telja smurbrauðið okkar að dönskum hætti en smurbrauðin eru dásamlega litrík og bragðgóð. Hægt er að fá 6 mismunandi tegundir af smurbrauði hverri annari ljúffengari en smurbrauðin fást bæði í heilum og hálfum sneiðum.

Fullkomið tækifæri til að fá sér tertur
Nóg er nú um að velja þegar það kemur að tertunum okkar. Silkimjúku bollakökurnar okkar eru klassískar en ekki síður vinsælar í veisluhöldum. Franska súkkulaðikakan okkar er dásamlega ljúffeng, skreytt með súkkulaðigeli, jarðaberjum og bláberjum. Sígilda súkkulaðikakan okkar með nammi klikkar ekki og er jafnvel hægt að prenta á hana mynd af eigin vali ef þú villt taka Eurovision partýið á næsta stig.
Ef þú ert ekki fyrir súkkulaðikökur þá ertu líka á réttum stað. Við bjóðum upp á fjöldan allan af marengsbombum sem eru afar fallegar og þær eru góðar. Þar má nefna Banana- og kókosbombuna okkar sem er með mjúkum kókossvampbotni og stökkum púðursykursmarengs og nóg af rjóma, súkkulaði og bönunum. Smakkaðu líka Hrísmarengsbombu með Nóa kroppi eða Piparlakkrísbombu með hrískúlum og lakkrís ganas. Ef þú vilt vekja alvöru hrifningu meðal gesta mælum við með Marengsbombunni með rjóma, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum en hún er einstaklega falleg.
Leyfðu okkar að auðvelda þér fyrirhöfnina, njóttu dagsins og sláðu til heljarinnar Eurovision teitis með veitingum frá Tertugallerí. Þú getur jafnvel sagt að þú hafir bakað þetta sjálft. Við segjum engum.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →